Arctica Finance leggur ríka áherslu á að allt starfsfólk á vegum félagsins búi yfir fullnægjandi færni, þekkingu og sérfræðikunnáttu til að inna af hendi þau verkefni sem þeim eru falin.
Gagnlegt er fyrir viðskiptavini Arctica Finance að kynna sér upplýsingar um MiFID, FATCA, flokkun viðskiptavina, aðgerðir gegn peningaþvætti o.fl.
Hér er einnig að finna kröfur þær sem gerðar eru til fjármálafyrirtækja áður en viðskipti hefjast gagnvart væntum viðskiptavini. Lögum samkvæmt þarf að afla ýmissa upplýsinga frá viðskiptavinum.
Til að stofna til viðskipta við Arctica Finance er einfaldast að senda tölvupóst á starfsmenn Arctica Finance eða á regluvarsla hjá arctica.is og þá munu öll nauðsynleg gögn verða send um hæl.
Hér má finna gjaldskrá Arctica Finance
Arctica Finance ber samkvæmt lögum að „hafa tiltækt samandregið yfirlit með upplýsingum um allan kostnað og gjöld“. Í þessu skyni gerir Arctica Finance m.a. hér aðgengilega kostnaðarhandbók svo viðskiptavinir geti áttað sig á heildarkostnaði og áhrifum á arðsemi fjárfestingar við kaup á hlutabréfum, skuldabréfum, í sérhæfðum sjóðum og fyrir eignastýringarþjónustu. Til einföldunar er ekki reiknað með neinni ávöxtun á fjárfestingartímanum í dæmunum.