Árangur í fjármálum
byggir á traustu samstarfi

Við sérhæfum okkur í fyrirtækjaráðgjöf
og markaðsviðskiptum

Fyrirtækjaráðgjöf

Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance veitir stórum sem smáum fyrirtækjum, stofnunum, samtökum, opinberum aðilum og einstaklingum margvíslega þjónustu tengda fjármálamörkuðum, bæði hérlendis og erlendis.

Markaðsviðskipti

Markaðsviðskipti Arctica Finance annast miðlun fjármálagerninga fyrir lífeyrissjóði, verðbréfasjóði og aðra fagfjárfesta, bæði hérlendis og erlendis.

9.5.2025
Arctica Finance ráðgjafi Oculis í USD 100 milljóna hlutafjárútboði

Í dag, föstudaginn 14. febrúar 2025 tilkynnti Oculis Holding AG („félagið“ eða „Oculis“) að félagið hefði lokið hlutafjárútboði að andvirði um 14,1 milljarða íslenskra króna (100 milljónir Bandaríkjadala). Umframeftirspurn var í útboðinu, bæði frá erlendum og íslenskum fjárfestum.

9.5.2025
Arctica Finance ráðgjafi við hlutafjáraukningu Arctic Therapeutics

Íslenska erfða- og líftæknifyrirtækið Arctic Therapeutics (ATx) hefur tryggt sér A-fjármögnun (e. Series A) að virði 26,5 milljóna evra, sem samsvarar tæplega fjórum milljörðum íslenskra króna.

9.5.2025
Arctica Finance ráðgjafi Eyris Invest í tengslum við samruna JBT og Marel

Í dag, föstudaginn 20. desember, var tilkynnt um að yfir 90% hluthafa Marel hf. hafa samþykkt yfirtökutilboð John Bean Technologies Corporation (JBT) til hluthafa Marels fyrir lok tilboðsfrests. Með þessu eru því öll skilyrði tilboðsins uppfyllt. Liggur því fyrri að samruni þessara tveggja öflugu félaga muni ná fram að ganga.