Um Arctica Finance

Arctica Finance er framsækið félag og byggir félagið þjónustu sína á því að veita fagfjárfestum og öðrum fjársterkum aðilum þjónustu í gegnum Fyrirtækjaráðgjöf og Markaðsviðskipti

Arctica Finance hf. var stofnað árið 2009 og er verðbréfafyrirtæki sem starfar samkvæmt heimild og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Um starfsemi Arctica Finance gilda m.a. lög nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, lög nr. 115/2021, um markaði fyrir fjármálagerninga, og lög nr. 2/1995, um hlutafélög.

Starfsfólk Arctica Finance hefur víðtæka og áralanga reynslu af þjónustu og ráðgjöf af því tagi er félagið býður upp á. Áhersla er lögð á að byggja upp traust samband við viðskiptavini, þar sem fagmennska og trúverðugleiki eru í fyrirrúmi.

Starfsemi Arctica Finance er fyrst og fremst á Íslandi, en tengslanet starfsmanna teygir sig víða og hefur starfsfólk félagsins unnið verkefni víða erlendis, m.a. á Norðurlöndum, Bretlandseyjum, meginlandi Evrópu og Norður-Ameríku.

HlutafarRaunverulegir eigendurHlutafé alls*%
Arctica Eignarhaldsfélag ehf.Bjarni Þórður Bjarnason og Stefán Þór Bjarnason87.611.50650,00%
Ascraeus ehf.Jón Þór Sigurvinsson15.461.0348,82%
Jón Ingi Árnason15.416.666 8,80%
Rúnar Steinn Benediktsson12.295.0007,02%
Börsen ehf.Gunnar Jóhannesson7.786.7414,44%
Ægir Birgisson6.208.3333,54%
R38 ehf.Grétar Brynjólfsson5.455.7533,11%
K2 Invest AF ehf.Þórbergur Guðjónsson5.455.7533,11%
Sverrir Bergsteinsson5.345.753 3,05%
Völsi Capital Partners ehf.Sigþór Jónsson4.540.0002,59%
Hjási ehf.Indriði Sigurðsson3.841.4722,19%
Mánatindur ehf.Andri Ingason 3.302.5001,88%
Valbeinn ehf.Rut Kristjánsdóttir2.502.5001,43%

* Í félaginu eru tveir hlutaflokkar, A og B hlutir