Orkuveita Reykjavíkur hefur náð samkomulagi við eiganda skuldabréfsins OR 12 2016 um framlengingu og endurfjármögnun skuldabréfsins að hluta. Uppreiknuð staða OR 12 2016 þann 29. júní 2016 er kr. 4.581.607.537,- og er á gjalddaga þann 14. desember 2016. Skuldabréfið verður greitt upp sem nemur kr. 2.636.619.337,-. Á móti uppgreiðslunni gefur OR út kr. 2.701.724.833,- að nafnvirði í skuldabréfaflokknum OR090546 á ávöxtunarkröfunni 3,40%. Eftirstöðvar OR 12 2016 eftir samkomulagið verða greiddar til baka í fjórum jöfnum afborgunum á 6 mánaða fresti, fyrst þann 14. júní 2017.
Markaðsviðskipti Arctica Finance höfðu umsjón með viðskiptunum.