Fyrirtækið Alopex Gold, sem hefur fjárfest í gull- og sinknámum á Grænlandi, hefur verið skráð á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Toronto. Fyrirtækið mun hefjast handa við að bora eftir gulli á Grænlandi í ágúst komandi. Gullnáman nefnist Nalunaq og er í Kirkespirdalen á Suður-Grænlandi. Fyrirtækið er að stórum hluta í eigu Íslendinga.
Arctica Finance og kanadísku fyrirtækin Paradigm Capital og Canacord Genuity aðstoðuðu við öflun nýs hlutafjár og skráningu á markað.