Árangur í fjármálum
byggir á traustu samstarfi

Við sérhæfum okkur í fyrirtækjaráðgjöf
og markaðsviðskiptum

Fyrirtækjaráðgjöf

Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance veitir stórum sem smáum fyrirtækjum, stofnunum, samtökum, opinberum aðilum og einstaklingum margvíslega þjónustu tengda fjármálamörkuðum, bæði hérlendis og erlendis.

Markaðsviðskipti

Markaðsviðskipti Arctica Finance annast miðlun fjármálagerninga fyrir lífeyrissjóði, verðbréfasjóði og aðra fagfjárfesta, bæði hérlendis og erlendis.

13.5.2025
Arctica Finance gegnir hlutverki söluaðila í útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka

Fjármála- og efnahagsráðuneytið, fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands, tilkynnti í dag upphaf markaðssetts útboðs á almennum hlutum í Íslandsbanka hf. og birtingu tengdrar útboðslýsingar. Um útboðið hafa verið samþykkt sérstök lög frá Alþingi (lög nr. 80/2024) og byggir öll framkvæmd útboðsins á þeim. Arctica Finance er í hlutverki söluaðila í útboðinu.

30.4.2025
GreenFish lýkur sinni fyrstu fjármögnunarlotu

Nýsköpunar- og tæknifyrirtækið GreenFish hefur lokið sinni fyrstu fjármögnunarlotu. Félagið þróar gervigreindarlíkön sem eru þjálfuð á ofurtölvum með gervihnattagögnum til að veita félögum í sjávarútvegi tíu daga spá um staðsetningu fisks, ásamt mati á magni, gæðum og samsetningu afla fyrir öll heimsins höf.

30.4.2025
Thor Landeldi lýkur 4 milljarða króna hlutafjáraukningu í lokuðu útboði

Landeldisfyrirtækið Thor Landeldi, sem sérhæfir sig í landeldi á laxi, hefur lokið við hlutafjáraukningu að upphæð 4 milljarða króna í lokuðu útboði. Hlutafjáraukningin var leidd af IS Haf fjárfestingum og fjórum af hluthöfum sjóðsins: Útgerðarfélagi Reykjavíkur, Birtu lífeyrissjóði, Almenna lífeyrissjóðnum og Lífeyrisþjónustu Íslandsbanka.